Fundir yfir hátíðirnar

Eins og fyrri ár verða breyttir fundartímar á aðfangadag, annan í jólum og gamlárskvöld/nýársnótt eins og stendur hér að neðan.

Ekki verða fundir klukkan 21:00 þessa daga.
Fundirnir verða bæði í Gula húsinu, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík og Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5 (við hliðina á 10-11), 101 Reykjavík.

24. des Hitt húsið
kl 13:00 í kjallara

26. des Gula húsið
kl 21:00 í sal A

01. jan Hitt húsið
kl 01:00 í kjallara

01. jan Gula húsið
kl 01:30 í sal A

Ný vefsíða

Ný vefsíða NA samtakanna á Íslandi hefur verið sett í loftið.
Kosið var í nýja vefsíðunefnd á landsþjónustufundi Nóvember 2017 og tekin var ákvörðun að fara í vinnu við að setja á laggirnar nýja vefsíðu og skoða möguleikana á því að innleiða Bókalager inn í hana. Sú ákvörðun var staðfest á landsþjónustufundi í Janúar 2018.
Nú er Bókalager á vefnum og hægt er að skoða og panta undir „Lesefni og varningur“ hér að ofan.
Ennþá er greitt fyrir bækur og varning með millifærslu og hægt að velja hvort viðkomandi vill sækja næsta þriðjudag eða fimmtudag.

Vefstjórn tekur vel í allar ábendingar varðandi viðbætur og úrbætur sem gætu komið upp, svo ekki hika við að hafa samband á [email protected]

Fundir yfir hátíðirnar

Eins og fyrri ár verða haldnir auka fundir á aðfangadag, gamlársdag og nýársnótt eins og stendur hér að neðan.
Ekki verða fundir klukkan 21:00 þessa daga.
Fundirnir verða í Gula húsinu, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík.

24.des
kl 12:30 í sal c
kl 22:00 í sal c

31.des
kl 12:30 í sal c

1.jan
kl 01:30 í sal c