12 spor og 12 erfðavenjur

12 Spor Narcotics Anonymous

1. 
Við viðurkenndum að við værum
vanmáttug gagnvart fíkn okkar, að líf
okkar væri orðið óviðráðanlegt.
2.
Við fórum að trúa að máttur okkur æðri
gæti gert okkur andlega heil að nýju.
3.
Við tókum þá ákvörðun að fela líf
okkar og vilja umsjá Guðs, samkvæmt
skilningi okkar á Honum.
4.
Við gerðum leitandi og óttalaust
siðferðisleg reikningsskil á sjálfum
okkur.
5.
Við viðurkenndum fyrir Guði, sjálfum
okkur og annarri manneskju nákvæmt
eðli misgjörða okkar.
6.
Við vorum þess algerlega reiðubúin
að láta Guð fjarlægja alla þessa
skapgerðarbresti.
7.
Við báðum Hann í auðmýkt að fjarlægja
bresti okkar.
8.
Við gerðum lista yfir alla sem við höfðum
skaðað og urðum fús til þess að bæta
fyrir brot okkar gagnvart þeim.
9.
Við bættum þeim öllum brot okkar
milliliðalaust, hvenær sem færi gafst,
nema þegar það hefði skaðað þá eða
aðra.
10.
Við héldum áfram að gera persónuleg
reikningsskil og þegar okkur varð á
viðurkenndum við það tafarlaust.
11.
Við leituðumst við með bæn og
hugleiðslu að styrkja vitundarsamband
okkar við Guð, samkvæmt skilningi
okkar á Honum, og báðum þess eins
að mega skilja vilja Hans fyrir okkur og
öðlast mátt til þess að framkvæma hann.
12.
Við urðum fyrir andlegri vakningu við
það að vinna þessi spor og reyndum
því að bera þennan boðskap til annarra
fíkla, ásamt því að fylgja þessum
meginreglum í einu og öllu.

12 Erfðavenjur Narcotics Anonymous

1. 
Sameiginleg velferð okkar ætti að vera
í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir
einingu NA kominn.
2.
Fyrir deildum okkar fer aðeins eitt
yfirvald; elskandi Guð, eins og Hann
kann að birtast í samvisku deilda okkar.
Leiðtogar okkar eru einungis traustir
þjónar, þeir stjórna ekki.
3. 
Eina skilyrðið fyrir inngöngu er löngunin
til þess að hætta í neyslu.
4. 
Hver deild ætti að vera sjálfráða, nema í
málefnum sem snerta aðrar deildir eða
NA í heild.
5. 
Hver deild hefur einungis einn
frumtilgang; að bera boðskapinn til
fíkilsins sem enn þjáist.
6. 
NA deild ætti aldrei að styðja, fjármagna
eða lána nafn NA samtakanna öðrum
tengdum aðilum eða utanaðkomandi
stofnunum, svo vandamál sem tengjast
fjármunum, eignum eða upphefð leiði
athygli okkar ekki frá frumtilgangi okkar.
7. 
Hver NA deild ætti að standa algerlega
á eigin fótum og hafna utanaðkomandi
framlögum.
8.
Narcotics Anonymous skal ávallt
vera áhugamannafélag , e n
þjónustumiðstöðvar okkar mega þó ráða
sérstaka starfskrafta.
9. 
NA sem slíkt ætti aldrei að skipuleggja,
en við megum mynda þjónusturáð eða
nefndir sem eru í beinni ábyrgð gagnvart
þeim sem þær þjóna.
10.
Narcotics Anonymous hefur enga
skoðun á utanaðkomandi málefnum;
þess vegna ætti aldrei að draga nafn NA
samtakanna inn í almenn ágreiningsmál.
11.
Stefna almannatengsla okkar byggir á
aðlöðun fremur en beinni kynningu;
ávallt skyldum við gæta nafnleysis á sviði
fjölmiðla; útvarps, blaða og kvikmynda.
 12.
Nafnleyndin er hinn andlegi grundvöllur
allra erfðavenja okkar og minnir okkur
sífellt á það að setja meginreglur ofar
eigin hagsmunum.