Landsþjónustufundur 24. feb

Þá er komið að fundi landsþjónustu, hann verður kl 16:00 í ris Gula Hússins þann 24. febrúar.

Öll eru hvött til að mæta og kynna sér hvað gerist á bak við tjöldin og hvernig samtökin okkar starfa. Á landsþjónustufundum ræðum við hin ýmsu mál sem snerta samtökin í heild.

Öllum er velkomið að koma, hvort sem þau séu einungis forvitin eða vilja þjónusta.

Ein laus þjónusta:

-Vefstjóri

Landsþjónustufundur 11.11.23

Þá er komið að landsþjónustufundi. Hann verður 11. nóvember kl. 4 í risinu í Gula, Tjarnargötu 20.

Landsþjónusta sér um öll þau mál sem deildirnar sjálfar sjá ekki um. Ýmisleg mál verða rædd og er öllum velkomið að taka þátt í þeim umræðum.

Mæli með að öll komi og kynni sér hvað fer fram á bakvið tjöldin og sjá hversu stórt batterí NA samtökin á Íslandi eru.

Það er laus þjónusta:

-Ritari

Hvort sem þú vilt koma í þjónustu eða ert bara forvitin/n/ð þá hvetjum við þig til að koma og tékka á þessu.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast HÉR

Hlökkum til að sjá þig!

Landsþjónustufundur 9.sept 2023

Landsþjónustufundur verður haldinn kl 16:00 þann 9. september.

Fundurinn verður haldinn á 3. hæð í Gula Húsinu(risið).

Öllum er velkomið að koma og kynna sér þau störf sem Landsþjónusta sinnir, engin skylda er að vera í eða taka að sér þjónustu.

Þær þjónustur sem eru lausar eru:

-Ritari

-Vara-gjaldkeri

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda email á na@nai.is eða skoða þessa síðu: https://nai.is/lands-og-svaedisthjonusta/

NA grill og chill😎

Mánudagsdeildin stendur fyrir grilli í Gufunesi, föstudaginn 4. ágúst kl 16:00 – 18:00. NA félagar og fjölskyldur velkomin. Það verður boðið upp á íslenskar SS pylsur og gos/djús. Kannski einhver sætindi líka og að sjálfsögðu kaffi á eftir.

DJ Kjartan ætlar að henda í play-lista og taka með græjur svo að engum ætti að leiðast.

Vinsamlega skráðu þig með nafni (fornafn er nóg) og fjölda gesta (sérstakir reitir fyrir fjölda fullorðna og fjölda barna) fyrir lok miðvikudags, 2. ágúst. Boðið verður upp á djús fyrir börnin en gos fyrir hin.

Skráið ykkur hér: https://docs.google.com/forms/u/1/d/e/1FAIpQLSdADVA32SsUlkS_C9l6NLM4Tcjb2idWygu5TUW1DsYiBv02tw/viewform?usp=sharing

Hafir þú einhverjar sérþarfir vinsamlega sendu póst á fikill@nai.is eða hringdu í s. 6917778 (Illugi).

AT fundur 8. júlí kl. 17:00-Endurreisn almannatengslanefndar

Fundur nýskipaðs AT vinnuhóps verður þann 8. júlí næstkomandi kl 17:00 í Gula Húsinu og eru öll hvött til að mæta, hvort sem þau vilja fá þjónustu eða bara hafa áhrif á verkefni vinnuhópsins.

AT stendur fyrir almannnatengsl (e. public relations, PR). Tilgangur vinnuhópsins er að endurreisa AT nefnd. AT nefnd var sérstök undirnefnd svæðis/landsþjónustu sem sá m.a. um að kynna NA félagsskapinn fyrir starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu, nemendum menntaskóla og kynningu/dreifingu á NA lesefni/auglýsingum utan NA deilda, s.s. inn á meðferðarstofnanir, apótek og víðar.

Öll sem hafið áhuga á að bera út boðskapinn um bata og eru áhugasöm um kynningarmál og NA í samfélaginu eru sérstaklega hvött að taka þátt í þessu mikilvæga starfi.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við fikill@nai.is

SOS fundur 8. júlí kl 16:00

SOS fundar þann 8. júlí næstkomandi kl 16:00 í Gula Húsinu og eru allir kvattir að mæta, hvort sem þau vilja fá þjónustu eða bara kynna sér starf SOS.

SOS stendur fyrir sjúkrahús og stofnanir og sér m.a. um að manna fundi inn á stofnanir. NA fer með fundi bæði á Vog og Krýsuvík.

Lausar þjónustur eru í boði.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sos@nai.is