Stofnun NA deildar

Ef þú hefur áhuga á að stofna nýja NA deild þá þarf að huga að ýmsu. T.d. að fylgt sé ákveðnum reglum svo deildin verði viðurkennd af Landsþjónustunefnd og komist þannig inn á fundarskrá NA samtakanna á Íslandi og Heimsþjónustu NA (na.org).

Eftirfarandi lesefni getur aðstoðað þig við að stofna NA deild:

Þegar deild hefur verið stofnuð skal senda upplýsingar um deildina á netfangið styrinefnd@nai.is svo hægt sé að bæta fundinum inn á fundarskrá vefsins.. Eftirfarandi upplýsingar, auk sjálfrar staðsetningar fundar, þarf að berast í fyrrnefndum pósti:

  • Hvort fundurinn er opinn eða lokaður.*
  • Fundarformið sjálft (Bókafundur, umræðufundur o.sv.frv.)*
  • Aðstöðu á fundi (reyklaus o.sv.frv.)
  • Aðstöðu fyrir fólk með sérþarfir (aðgengi fyrir hjólastóla, táknmálstúlk, o.sv.frv.)
  • Ef fundurinn er haldinn fyrir minnihlutahópa (t.d. karla, kvennafundir, samkynhneigðir menn, samkynhneigðar konur.)*

*Upplýsingar sem þurfa að koma fram