Nýr opinn fundur?

Hádegisdeild NA(fimmtudaga kl. 12:05 í Holtagörðum) mun vera með samviskufund fimmtudaginn 2. febrúar í sal 6 í Holtagörðum og það verður tekin fyrir tillaga um að hafa fundinn opinn. Opinn fundur er þegar fundurinn er ekki einungis fyrir fíkla, aðstandendur mega líka mæta. Eins og er er einungis einn opinn fundur á höfuðborgarsvæðinu og einn á Akureyri.

Endilega mætið og verið með í að taka þessa ákvörðun.