Opinn fundur á fimmtudögum kl.12:05

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fundur hádegisdeildar á fimmtudögum kl.12:05 í sal 6 í Alanó húsinu, Holtagörðum verði opinn fundur.

Opinn fundur er NA fundur þar sem hver sem er getur setið (t.d. dómarar, skilorðsfulltrúar, sérfræðingar, aðstandendur) sem hefur áhuga á hvernig við höfum fundið bata frá fíknisjúkdómnum. Eingöngu er þó NA meðlimum boðið að tjá sig.