Keflavíkurdeildin snýr aftur

Gleðifréttir voru fyrir NA félagsskapinn á suðurnesjum þann 8. ágúst sl. þegar Keflavíkur deildin svokallaða snéri aftur eftir um fimm ára hlé.

Fyrsti fundurinn var vel setinn traustum félögum og verður héðan í frá á föstudögum klukkan 20:00 í „12 spora húsinu“ að Klapparstíg 7, 230 Reykjanesbær.

Húsið opnar 19:30 fyrir þá sem vilja næla sér í gott sæti og kynnast fólkinu betur.

Það er mikil gleði að sjá þessa góðu deild rísa aftur og tryggja það að NA boðskapurinn sé aðgengilegri fyrir fólkið á Reykjanesinu.