Keflavíkurdeildin snýr aftur

Gleðifréttir voru fyrir NA félagsskapinn á suðurnesjum þann 8. ágúst sl. þegar Keflavíkur deildin svokallaða snéri aftur eftir um fimm ára hlé.

Fyrsti fundurinn var vel setinn traustum félögum og verður héðan í frá á föstudögum klukkan 20:00 í „12 spora húsinu“ að Klapparstíg 7, 230 Reykjanesbær.

Húsið opnar 19:30 fyrir þá sem vilja næla sér í gott sæti og kynnast fólkinu betur.

Það er mikil gleði að sjá þessa góðu deild rísa aftur og tryggja það að NA boðskapurinn sé aðgengilegri fyrir fólkið á Reykjanesinu.

Fundir yfir hátíðirnar

Eins og fyrri ár verða breyttir fundartímar á aðfangadag, annan í jólum og gamlárskvöld/nýársnótt eins og stendur hér að neðan.

Ekki verða fundir klukkan 21:00 þessa daga.
Fundirnir verða bæði í Gula húsinu, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík og Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5 (við hliðina á 10-11), 101 Reykjavík.

24. des Hitt húsið
kl 13:00 í kjallara

26. des Gula húsið
kl 21:00 í sal A

01. jan Hitt húsið
kl 01:00 í kjallara

01. jan Gula húsið
kl 01:30 í sal A