Hádegisdeild NA(fimmtudaga kl. 12:05 í Holtagörðum) mun vera með samviskufund fimmtudaginn 2. febrúar í sal 6 í Holtagörðum og það verður tekin fyrir tillaga um að hafa fundinn opinn. Opinn fundur er þegar fundurinn er ekki einungis fyrir fíkla, aðstandendur mega líka mæta. Eins og er er einungis einn opinn fundur á höfuðborgarsvæðinu og einn á Akureyri.
Endilega mætið og verið með í að taka þessa ákvörðun.
Næsti landsþjónustufundur verður haldinn laugardaginn 4. febrúar 2023 í risi Gula Hússins kl. 16:00.
Allir eru velkomnir að koma og er þetta frábær innsýn inn í starf NA samtakanna.
Lausar þjónustur eru eftirfarandi:
Formaður
Varaformaður(líklega)
Ritari
Varaformaður SOS
Varalandsfulltrúi
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hlutverk þessara þjónusta geta sent tölvupóst á styrinefnd@nai.is. Kosið verður svo í þessar þjónustur á fundinum. Mæta þarf á fundinn til þess að vera kosinn.
Heimsþjónusturáðstefna eða „World Service Conference“ (WSC) verður í ár en hún er haldin annað hvert ár. Þetta verður fyrsta hefðbundna WSC síðan fyrir COVID. Af því tilefni mun Evrópufulltrúahópur NA eða „European Delegates Meeting“ (EDM) halda vefnámskeið tengt undirbúningsskýrslur WSC eða „conference agenda report/track“ (CAR/CAT), þ.e. skjöl sem heimsþjónusta NA sendir á landsfulltrúa eða „regional delegates“ (RD) til að undirbúa umræður um mál sem verða tekin fyrir á WSC.
Ísland á ekki sérstakt sæti á WSC en svonefndir heimsfulltrúar eða „zonal delegates“ (ZD), sem er nýmæli innan EDM, hafa það hlutverk að vera fulltrúar landa sem eiga aðild að EDM en eru án sætis á WSC. Þannig hefur Ísland „rödd“ á ráðstefnunni og getur því – og er raunar hvatt til – að kynna sér CAR og taka afstöðu með eða á móti tillögum (e. motion).
Félagar í NA sem hafa áhuga á NA félagsskapnum og vilja blanda sér í alþjóðamál þess er velkomið að taka þátt. Fundurinn fer fram á ensku og verður haldinn á Zoom.
Sjá flyer með upplýsingum.
Landsfulltrúi NA veitir frekari upplýsingar í gegnum netfangið rd@nai.is.
Nú fer að líða að hátíðum og verður smávægileg breyting á fundartíma aðfangadag og gamlársdag.
Laugardaginn 24. desember(aðfangadag) verður Forsetadeildin kl 14:00 í stað 20:00 í sal A í Gula Húsinu, jólastemning og yndislegur fundur á þessum merkisdegi!
Enginn fundur verður þann 31. desember en þess í stað verður NÝÁRSFUNDUR kl. 01:30 þann 1. janúar 2023 í risi Gula Hússins. Komum saman og fögnum nýju ári með æðislegum fundi í frábærum félagsskap! Húsið opnar um 00:45.
Gleðilega hátíð öll sem eitt og munum að vera góð hvert við annað ♡
Ráðstefnan hefst kl 11 (húsið opnar 30 mín fyrr) með vinnustofu um NA félagsskapinn sem hluta af samfélaginu. Simon J. sem er reyndur NA félagi deilir þekkingu sinni með okkur (90 mín). KL 13 verða speakerar, Inga H. & Bjarki deila sögu sinni og NA boðskapnum (60 mín). KL 14:30 er önnur vinnustofa þar sem Simon setur okkur fyrir verkefni um mikilvægi fjölbreytileika í NA, að fíklar eru allskyns og ættu öll að finnast þau vera velkomin á fundina okkar (90 mín).
Sunnudagur 13/11
Hvað
Hvar
Klukkan hvað
Samvera: Sund og/eða kvöldmatur
TBD
TBD
Speakerfundur: Ómar S.
Gula húsið (ris)
21:00 – 22:00
Það koma nokkrir erlendir NA félagar á ráðstefnuna. Tilvalið er að taka sunnudaginn í samveru með þeim…eða bara öðrum NA félögum. Engin formlegheit. Bara sprell. Sund og léttur kvöldverður saman.
Við lokum ráðstefnunni í kósýheitum hjá Sunnudagsdeild. Ómar S. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.
SOS(Sjúkrahús og stofnanir) fundur verður haldinn það 5. nóvember í risinu í Gula húsinu kl.16:00. Allir eru kvattir til að mæta, sérstaklega þeir sem hafa áhuga á því að gefa af sér með því að fara með fundi á stofnanir og líka þeir sem hafa áhuga á starfi SOS.
NA samtökin á Íslandi fagna 40 ára afmæli sínu dagana 11.-13. nóvember. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða með því að smella HÉR.
ATH að aðeins er takmarkað magn miða yrir matinn.
Láttu sjá þig og fögnum þessum stóra áfanga saman!
Dagskrá ráðstefnunnar
11.-13. nóvember
Aðeins kostar inn á dagskráliði laugardagsins sem haldnir eru í Von
Speakerfundur: Við störtum gleðinni hjá Nýliðadeild NA. Sigrún P. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust. Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Föstudaginn 11. nóvember Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.
Workshop & Speak: Simon frá UK skólar okkur í NA fræðum á workshoppum. Inga H. & Bjarki deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum…eins og þeim einum er lagið! Hvenær: 11:00-16:30, Laugardaginn 12. nóvember. Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
Matur: Ekta sunnudagsmatur. Lambakjöt & með því. Vegan fá að sjálfsögðu líka sitt. Afmæliskaka og kaffi. Hvenær: 18:00-20:00, Laugardaginn 12. nóvember. Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti. ATH. Takmarkað sætapláss í matinn.
Samvera: Það koma nokkrir erlendir NA félagar á ráðstefnuna. Tilvalið er að taka sunnudaginn í samveru með þeim…eða bara öðrum NA félögum. Engin formlegheit. Bara sprell. Sund og léttur kvöldverður saman. Hvenær: Sunnudaginn 13. nóvember fyrir speakerfundinn í Gula. Hvar: Bara hvar sem er
Speakerfundur: Við lokum ráðstefnunni í kósýheitum hjá Sunnudagsdeild. NA félagi deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust. Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Sunnudaginn 13. nóvember Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.