Vefnámskeið EDM í aðdraganda heimsþjónusturáðstefnu NA (WSC)

Heimsþjónusturáðstefna eða „World Service Conference“ (WSC) verður í ár en hún er haldin annað hvert ár. Þetta verður fyrsta hefðbundna WSC síðan fyrir COVID. Af því tilefni mun Evrópufulltrúahópur NA eða „European Delegates Meeting“ (EDM) halda vefnámskeið tengt undirbúningsskýrslur WSC eða „conference agenda report/track“ (CAR/CAT), þ.e. skjöl sem heimsþjónusta NA sendir á landsfulltrúa eða „regional delegates“ (RD) til að undirbúa umræður um mál sem verða tekin fyrir á WSC.

Ísland á ekki sérstakt sæti á WSC en svonefndir heimsfulltrúar eða „zonal delegates“ (ZD), sem er nýmæli innan EDM, hafa það hlutverk að vera fulltrúar landa sem eiga aðild að EDM en eru án sætis á WSC. Þannig hefur Ísland „rödd“ á ráðstefnunni og getur því – og er raunar hvatt til – að kynna sér CAR og taka afstöðu með eða á móti tillögum (e. motion).

Félagar í NA sem hafa áhuga á NA félagsskapnum og vilja blanda sér í alþjóðamál þess er velkomið að taka þátt. Fundurinn fer fram á ensku og verður haldinn á Zoom.

Sjá flyer með upplýsingum.

Landsfulltrúi NA veitir frekari upplýsingar í gegnum netfangið rd@nai.is.