Landsþjónustufundur 18. maí 2024

Þá er komið að öðrum landsþjónustufundi ársins. Hann verður haldinn í risinu í Gula Húsinu kl 16:00 þann 18. maí. Nóg af lausum þjónustum í boði og hvet ég öll til að koma og amk kynna sér starfið sem á sér stað hjá okkur, hvort sem þú vilt skrá þig í þjónustu eða bara forvitnast. Öll eru velkomin og verður tekið vel á móti ykkur. Á landsþjónustufundum ræðum við ýmis mál sem tengjast samtökunum og sjáum um þau mál sem deildirnar sjálfar sjá ekki um.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella HÉR eða senda póst á na@nai.is

Lausar þjónustur:

Landsfulltrúi

Vara-Landsfulltrúi

Formaður

Vara-Formaður

Formaður SOS

Ábyrgðaraðili AT-vinnuhóps