Jólahlaðborð

Sunnudaginn 15. des kl 19:00 verður jólahlaðborð NA samtakanna haldið. Miðinn kostar 7.500kr og er seinasti séns til að kaupa miða þann 12.12.

Boðið verður upp á mat og drykk, spilað verður eftir matinn ásamt því að það verður piparkökukeppni þar sem þú getur komið með þitt eigið piparkökuhús og gefin verða verðlaun fyrir flottasta/frumlegasta húsið.

Til að kaupa miða, smelltu þá HÉR

Í stuttu máli?

Hvað? Jólahlaðborð NA samtakanna.

Hvar? Sólheimar 21A, 104 Reykjavík.

Hvenær? Kl 19.00, sunnudaginn 15. desember.

Landsþjónustufundur 23.nóv 2024

Komið er að næsta landsþjónustufundi sem verður líkt og vanalega í risi Gula Hússins. Fundurinn byrjar kl 16:00, þann 23. nóvember, og eru öll velkomin. Það sem fer fram á landsþjónustufundum eru umræður um ýmis málefni er varða NA samtökin í heild sinni. Landsþjónustufundur er tilvalinn staður til að komast að því hve stórt NA samfélagið er um heim allan og hve mörgu þarf að huga að til að halda þeim gangandi.

Í landsþjónustu eru hinar ýmsu undirnefndir sem sjá um málefni er þau varða og einnig er hægt að kynna sér þær á landsþjónustufundinum þar sem formenn þeirra verða.

Alls konar þjónustur eru lausar innan landsþjónustu:

Einnig er laust í alls konar sérhæfð verkefni tengd skemmtinefnd og almannatengslum, td. að skipuleggja páskabingó fyrir næsta ár, grillveislur og ýmsa viðburði.

Ef einhverjar spurningar vakna upp er hægt að senda email á na@nai.is eða jafnvel bara mæta á fundinn sjálfann!

LANDSÞJÓNUSTUFUNDUR LAUGARDAGINN 7. SEPT KL 16:00

Það er komið að Landsþjónustufundi sem haldinn verður í risi Gula Hússins(Tjarnargata 20) þann 7. september kl 16:00.

Landsþjónusta NA samtakana á Íslandi er regnhlífin sem tengir allar NA deildirnar saman og sér um þau málefni sem NA deildirnar sjá ekki um. Landsþjónustufundir eru haldnir 4x á ári. Öll eru velkomin, hvort sem það sé til að sækjast eftir þjónustu innan landsþjónustu eða bara til að svala forvitni. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á na@nai.is, smella HÉR eða bara kíkja á okkur.

Lausar þjónustur eru:

-Varaformaður Landsþjónustu

-Formaður SOS

-AT nefnd/verkefni

Grill 7.7.24 Gufunesi kl 15

Hvar? Grillskýlið Gufunesi

Hvenær? 7. júlí á milli 15 og 18

Sæl öll! Sumargrill NA verður haldið 7. júlí og verður það heldur betur veisla! Ef þú og þínir vilja mæta er hægt að skrá sig með því að smella HÉR. Öll eru velkomin, makar, börn, vinir, kunningjar, jafnvel ókunnugir! Það kostar einungis 1.500kr á haus og er innifalið í því 2 pylsur, einn hamborgari og gos. Ef einhverjar spurningar vakna eða þú óskar eftir vegan valkosti er hægt að hafa samband við na@nai.is

Fögnum sumrinu saman! (allavega því litla sumri sem við fáum)

ÚT AÐ BORÐA 16. MAÍ!

HALLÓ allar NA deildir og félagar við stefnum á að fara ÖLL saman út að borða 16.MAÍ Kl.18 á Hard Rock Café! Hafa þarf samband við vefstjori@nai.is svo vitað sé hversu stórt borð skal panta, makar og börn velkomin! Látið orðið berast!!

Landsþjónustufundur 18. maí 2024

Þá er komið að öðrum landsþjónustufundi ársins. Hann verður haldinn í risinu í Gula Húsinu kl 16:00 þann 18. maí. Nóg af lausum þjónustum í boði og hvet ég öll til að koma og amk kynna sér starfið sem á sér stað hjá okkur, hvort sem þú vilt skrá þig í þjónustu eða bara forvitnast. Öll eru velkomin og verður tekið vel á móti ykkur. Á landsþjónustufundum ræðum við ýmis mál sem tengjast samtökunum og sjáum um þau mál sem deildirnar sjálfar sjá ekki um.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella HÉR eða senda póst á na@nai.is

Lausar þjónustur:

Landsfulltrúi

Vara-Landsfulltrúi

Formaður

Vara-Formaður

Formaður SOS

Ábyrgðaraðili AT-vinnuhóps

SOS fundur 23. mars

SOS fundur verður haldinn kl 17:00 laugardaginn 23. mars í risinu í Gula Húsinu.

SOS stendur fyrir Sjúkrahús Og Stofnanir og sér um mönnun funda á Vog og Krýsuvík ásamt umsjón með hjálparsíma.

Hægt er að mæta til að fá þjónustu á stofnun/vera með hjálparsímann eða bara til að vita hvernig þetta gengur fyrir sig.

Einnig er hægt að sækja um að vera með fund á stofnun eða með hjálparsímann með því að smella HÉR: nai.is/soslisti

Landsþjónustufundur 24. feb

Þá er komið að fundi landsþjónustu, hann verður kl 16:00 í ris Gula Hússins þann 24. febrúar.

Öll eru hvött til að mæta og kynna sér hvað gerist á bak við tjöldin og hvernig samtökin okkar starfa. Á landsþjónustufundum ræðum við hin ýmsu mál sem snerta samtökin í heild.

Öllum er velkomið að koma, hvort sem þau séu einungis forvitin eða vilja þjónusta.

Ein laus þjónusta:

-Vefstjóri