Blog

SOS fundur 8. júlí kl 16:00

SOS fundar þann 8. júlí næstkomandi kl 16:00 í Gula Húsinu og eru allir kvattir að mæta, hvort sem þau vilja fá þjónustu eða bara kynna sér starf SOS.

SOS stendur fyrir sjúkrahús og stofnanir og sér m.a. um að manna fundi inn á stofnanir. NA fer með fundi bæði á Vog og Krýsuvík.

Lausar þjónustur eru í boði.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sos@nai.is

Landsþjónustufundur 6. maí

Fundur landsþjónustu verður haldinn kl.16:00 þann 6. maí í risi Gula Hússins og mega allir mæta.

Landsþjónusta heldur utan um þau mál sem deildirnar sjá ekki um. Á landsþjónustufundum skapast oft mjög góðar og áhugaverðar umræður varðandi ýmis málefni NA samtakanna og hvetjum við alla sem vilja til að koma og taka þátt.

Allir eru velkomnir!

Lausar þjónustur eru eftirfarandi:

-Ritari

-Bókalager

-Vara-Gjaldkeri

Lesa má meira um LÞN hér: https://nai.is/lands-og-svaedisthjonusta/

Opinn fundur á fimmtudögum kl.12:05

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fundur hádegisdeildar á fimmtudögum kl.12:05 í sal 6 í Alanó húsinu, Holtagörðum verði opinn fundur.

Opinn fundur er NA fundur þar sem hver sem er getur setið (t.d. dómarar, skilorðsfulltrúar, sérfræðingar, aðstandendur) sem hefur áhuga á hvernig við höfum fundið bata frá fíknisjúkdómnum. Eingöngu er þó NA meðlimum boðið að tjá sig.

Nýr opinn fundur?

Hádegisdeild NA(fimmtudaga kl. 12:05 í Holtagörðum) mun vera með samviskufund fimmtudaginn 2. febrúar í sal 6 í Holtagörðum og það verður tekin fyrir tillaga um að hafa fundinn opinn. Opinn fundur er þegar fundurinn er ekki einungis fyrir fíkla, aðstandendur mega líka mæta. Eins og er er einungis einn opinn fundur á höfuðborgarsvæðinu og einn á Akureyri.

Endilega mætið og verið með í að taka þessa ákvörðun.

Landsþjónustufundur 4. feb. 2023

Næsti landsþjónustufundur verður haldinn laugardaginn 4. febrúar 2023 í risi Gula Hússins kl. 16:00.

Allir eru velkomnir að koma og er þetta frábær innsýn inn í starf NA samtakanna.

Lausar þjónustur eru eftirfarandi:

  • Formaður
  • Varaformaður(líklega)
  • Ritari 
  • Varaformaður SOS
  • Varalandsfulltrúi

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hlutverk þessara þjónusta geta sent tölvupóst á styrinefnd@nai.is. Kosið verður svo í þessar þjónustur á fundinum. Mæta þarf á fundinn til þess að vera kosinn.

SOS fundur 11. febrúar

SOS fundur verður haldinn þann 11. febrúar kl 16:00 í risi Gula Hússins.

Laust er á 2 fundi og verður kosið um þá á fundinum.

SOS sér um að manna fundi inn á stofnanir og sinnir einnig hjálparsíma NA samtakanna og sér um 12 spors útköll.

Einnig er hægt að skrá sig á lista með því að smella hér : nai.is/soslisti

Vefnámskeið EDM í aðdraganda heimsþjónusturáðstefnu NA (WSC)

Heimsþjónusturáðstefna eða „World Service Conference“ (WSC) verður í ár en hún er haldin annað hvert ár. Þetta verður fyrsta hefðbundna WSC síðan fyrir COVID. Af því tilefni mun Evrópufulltrúahópur NA eða „European Delegates Meeting“ (EDM) halda vefnámskeið tengt undirbúningsskýrslur WSC eða „conference agenda report/track“ (CAR/CAT), þ.e. skjöl sem heimsþjónusta NA sendir á landsfulltrúa eða „regional delegates“ (RD) til að undirbúa umræður um mál sem verða tekin fyrir á WSC.

Ísland á ekki sérstakt sæti á WSC en svonefndir heimsfulltrúar eða „zonal delegates“ (ZD), sem er nýmæli innan EDM, hafa það hlutverk að vera fulltrúar landa sem eiga aðild að EDM en eru án sætis á WSC. Þannig hefur Ísland „rödd“ á ráðstefnunni og getur því – og er raunar hvatt til – að kynna sér CAR og taka afstöðu með eða á móti tillögum (e. motion).

Félagar í NA sem hafa áhuga á NA félagsskapnum og vilja blanda sér í alþjóðamál þess er velkomið að taka þátt. Fundurinn fer fram á ensku og verður haldinn á Zoom.

Sjá flyer með upplýsingum.

Landsfulltrúi NA veitir frekari upplýsingar í gegnum netfangið rd@nai.is.

Jóla- og áramótafundir

Nú fer að líða að hátíðum og verður smávægileg breyting á fundartíma aðfangadag og gamlársdag.

Laugardaginn 24. desember(aðfangadag) verður Forsetadeildin kl 14:00 í stað 20:00 í sal A í Gula Húsinu, jólastemning og yndislegur fundur á þessum merkisdegi!

Enginn fundur verður þann 31. desember en þess í stað verður NÝÁRSFUNDUR kl. 01:30 þann 1. janúar 2023 í risi Gula Hússins. Komum saman og fögnum nýju ári með æðislegum fundi í frábærum félagsskap! Húsið opnar um 00:45.

Gleðilega hátíð öll sem eitt og munum að vera góð hvert við annað ♡

Dagskrá afmælishelgarinnar/Scheduele for the Anniversary weekend

For English please scroll down

Dagskrá afmælishelgarinnar sem stendur yfir frá föstudegi til sunnudags, 11.-13. nóvember

Föstudagur 11/11

HvaðHvarKlukkan hvað
Speakerfundur: Sigrún P.  Gula húsið (ris)  21:00 – 22:00

Við störtum gleðinni hjá Nýliðadeild NA. Sigrún P. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.

Laugardagur 12/11

HvaðHvarKlukkan hvað
Ráðstefna: workshop & speak (miðasala í gangi)  Von (SÁÁ)  11:00 – 16:00
Kvöldverður og skemmtun (miðasölu lokið)  Von (SÁÁ)  18:00 – 20:00
Partý: DJ-ar með læti (miðasala í gangi)  Von (SÁÁ)  21:00 og fram á nótt

Ráðstefnan hefst kl 11 (húsið opnar 30 mín fyrr) með vinnustofu um NA félagsskapinn sem hluta af samfélaginu. Simon J. sem er reyndur NA félagi deilir þekkingu sinni með okkur (90 mín). KL 13 verða speakerar, Inga H. & Bjarki deila sögu sinni og NA boðskapnum (60 mín). KL 14:30 er önnur vinnustofa þar sem Simon setur okkur fyrir verkefni um mikilvægi fjölbreytileika í NA, að fíklar eru allskyns og ættu öll að finnast þau vera velkomin á fundina okkar (90 mín).


Sunnudagur 13/11

HvaðHvarKlukkan hvað
Samvera: Sund og/eða kvöldmatur  TBD  TBD
Speakerfundur: Ómar S.  Gula húsið (ris)  21:00 – 22:00

Það koma nokkrir erlendir NA félagar á ráðstefnuna. Tilvalið er að taka sunnudaginn í samveru með þeim…eða bara öðrum NA félögum. Engin formlegheit. Bara sprell. Sund og léttur kvöldverður saman.

Við lokum ráðstefnunni í kósýheitum hjá Sunnudagsdeild. Ómar S. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.

———————————————————————————————————————————————————————————-

The schedule for 40th anniversary of NA celebration weekend taking place Friday til Sunday, November 11th-13th

Friday 11/11

WhatWhereAt what time
Speaker meeting: Sigrún P.The Yellow House (top fl.)  21:00 – 22:00

Hosted by the Newcomers group.

Saturday 12/11

WhatWhereAt what time
Conference: workshop & speak (tickets available)  Von (SÁÁ)  11:00 – 16:00
Dinner & entertainment (SOLD OUT)  Von (SÁÁ)  18:00 – 20:00
Party: DJs (tickets available under the option ‘Skemmtun’)  Von (SÁÁ)  21:00 until late

Sunday 13/11

WhatWhereAt what time
Get together: Geothermal pools and/or dinner TBD  TBD
Speaker: Ómar S. The Yellow House (top fl.) 21:00 – 22:00

Get together with visitors and locals. Nothing formal. Just hanging out. Maybe go swimming and go out to dinner before the meeting.

The speaker meeting is hosted by the Sunday group.