Yfirlýsing vegna fjarfunda

Eins og alþjóð veit þá eru ýmsar hræringar í gangi tengt Covid-19 og tilheyrandi samkomubanni sem tók gildi 16. mars 2020.

Deildir og fundarstaðir hafa tekið höndum saman til að hjálpast að í gegnum þessa fordæmalausu tíma.
Sem liður í þeirri vinnu hefur Landsþjónusta NA samtakanna ákveðið að hjálpa deildum að halda uppi starfinu í gegnum fjarfundi. Lausnin sem við mælum með heitir Google Meet (áður þekkt sem Hangouts) og er einföld í virkni.

Ferlið er sáraeinfalt, ef deildin þín hefur áhuga á því að bjóða upp á fjarfundi þá bætir vefstjóri hlekk við fundinn ykkar á fundarskránni á nai.is og aðstoðar við að koma þessu upp. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundi smella svo einfaldlega á hlekk viðeigandi fundar til að tengjast. 

Hér er hlekkur á Hangouts Meet forritið fyrir iPhone – https://apple.co/2U71jAC

Hér er hlekkur á Hangouts Meet forritið fyrir Android – https://bit.ly/2Ji4RtH

Deildir geta haft samband við annaðhvort vefstjóra (vefstjori@nai.is) eða vara landsfulltrúa (varalandsfulltrui@nai.is) ef þær lenda í vandræðum með þetta.