Hlutverk SOS

Þjónusta við sjúkrahús og stofnanir

Ábyrgðir
Sjúkrahús og Stofnanir eða SOS 
samanstendur af formanni, varaformanni, ritara og SOS fulltrúum deilda. Ábyrgð nefndarinnar eru:
  • Sameinar tólfta spors starf allra deilda innan NA samtakana.
  • Að halda utan um og manna fundi NA á sjúkrahúsum og stofnunum.
  • Sjá um að útvega sjúkrahúsum og stofnunum lesefni NA samtakana og fundarskrár.
  • Ber ábyrgð á að þeir sem fara með fundi séu vel upplýstir um hlutverk sín.
  • Sér um neyðarsíma samtakana.
    • Neyðarsíminn skal vera opinn allann sólarhringinn.
    • Edrútími til að svara í neyðarsímann skal vera 6 mánuðir.
    • 
Skal skila inn skýrslu um símtöl á mánaðarlegum fundum SOS nefndar. 
Starfar þegar þörf krefur með AT nefndinni.
  • Skal skila inn skýrslu á mánaðarlegum fundi svæðisþjónustu.
  • Sjá A Guide to Local Services in Narcotics Anonymous
  • Starfa samkvæmt H&I handbook frá WSO
Nánar um hlutverk SOS nefndar
Undirnefnd Landsþjónustunefndar, Sjúkrahús og Stofnanir (SOS), útvegar fundarmenn til þess að bera út boðskap NA samtakanna til fíkla sem fá oft engin önnur tækifæri til að heyra boðskap batans. Kjörnir ábyrgðarmenn sjá um að eiga samskipti við skjólstæðinga á meðferðarheimilum, geðsjúkrahúsum og göngudeildum. Kjörnir ábyrgðarmenn sjá um samskipti við fanga sem afplána í fangelsum, afplánunarstofnunum og réttargeðdeildum. Hægt er að nálgast handbókina Hospitals & Institutions hjá SOS nefnd eða hér en þar er útskýrt til fullnustu hvernig á að reka fundi, kjósa fulltrúa, eiga samskipti við tengiliði stofnanna og skipuleggja störf nefndarinnar.
Umfang þeirrar þjónustu sem SOS nefnd á hverju svæði rekur, veltur á nokkrum þáttum: sá fjöldi meðferðarstofnanna og fangelsa sem eru staðsett á svæðinu, sá fjöldi félaga innan NA sem hefur áhuga á þeirri þjónustu sem SOS býður og svo þeirri sameiginlegu reynslu sem samfélag NA á hverju svæði býr yfir.
Þær skyldur sem SOS gegnir felur stundum einnig í sér þær skyldur sem undirnefnd Landsþjónustunefndar, Almannatengslanefnd (AT), hefur. Af þessari ástæðu, hvetjum við undirnefndir SOS og AT til árangursríkra samskipta og samstarfs. Á sumum svæðum, senda SOS og AT stundum í sameiningu einn eða tvo meðlimi á fundi hvers annars til að viðhalda samskiptum, í þeim tilgangi að draga úr möguleikanum á árekstrum sem geta myndast á þessum stigum þjónustu.
Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf SOS nefnd og þjónustar nefndin fjölmargar meðferðarstofnanir. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu SOS nefndarinnar, eða óskir þú eftir að nefndin kynni þjónustu sína fyrir meðferðarstofnun þinni, bendum við vinsamlegast á netfang Landsþjónustu NA á Íslandi, na@nai.is.
Fastir fundir SOS nefndar
Fundir SOS nefndar er haldnir fjórða laugardag í mánuði kl 17:00 í Gula húsinu, Tjarnargötu 20 (B salur – 1. hæð). Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og taka þátt. Um er að ræða gríðarlega gott tækifæri fyrir 12. spor.
SOS listinn
Þeir sem ekki sjá sér kleift að vera reglulega með fundi á stofnun geta skráð nafn sitt á lista (SOS listi) og geta þá átt von á símhringingu frá ábyrgðarmönnum SOS nefndar til þess að fara með sem aukamanneskja á fundi á stofnun/sjúkrahús/fangelsi og í 12. spors útköll. Hægt er að fylla út formið með því að smella hér (ný síða opnast).