NA fundir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir fíkla eða þá sem halda að þeir eigi í vandræðum með fíkniefni. Flestir fundir eru lokaðir, þ.e. fyrir fyrrnefndan hóp. Einnig eru til opnir fundir sem hugsaðir eru fyrir þá sem vilja kynna sér starf samtakanna, s.s. aðstandendur, sérfræðingar o.fl.
„Heimsráð NA leggur til að fylgt sé eftirfarandi viðmiðunarreglum og skilgreiningum:
- Narcotics Anonymous fundur, hvort sem hann er opinn eða lokaður, er athvarf fyrir fíkla. Hann er hugsaður sem öruggur og bætandi staður þar sem fíklar geta heyrt og tekið þátt í bata frá sjúkdómi eiturlyfjafíknar. Eins mikið og við myndum vilja þá getum við ekki verið allt mögulegt fyrir alla.
- Lokaður fundur í Narcotics Anonymous er fyrir þá einstaklinga sem tengja við að vera fíklar eða þá sem eru óvissir og halda að þeir eigi við fíkniefnavanda. Lokaður NA fundur veitir frelsi sem er forsenda fyrir persónulegri og nánari tjáningu NA meðlima. Hann gerir það með því að veita andrúmsloft þar sem að fíklar geta verið þess fullvissir að þeir sem sitja fundinn geta tengt við þá, og deilt þeirra eigin reynslu, styrk og vonum.
- Opinn fundur er NA fundur þar sem hver sem er getur setið (t.d. dómarar, skilorðsfulltrúar, sérfræðingar, aðstandendur) sem hefur áhuga á hvernig við höfum fundið bata frá fíknisjúkdómnum. Munnleg tjáning, hins vegar, er einskorðuð við NA meðlimi eingöngu. Opinn fundur í Narcotics Anonymous leyfir fólki fyrir utan samtökin að fylgjast með hvað Narcotics Anonymous er og hvernig þau virka. Þetta getur verið afar hjálplegt fyrir þá einstaklinga sem eru að reyna að komast að niðustöðu varðandi þeirra eigin stöðu sem fíklar. Opinn fundur í Narcotics Anonymous er ein aðferð sem deildir okkar nota til þess að uppfylla frumtilgang sinn, að flytja boðskapinn til fíkilsins sem enn þjáist. Sumar deildir hafa auk þess opna fundi til þess að leyfa vinum sem ekki eru fíklar og ættingjum NA meðlima að fagna áfangasigrum með þeim…“
Tilvitnun fengin af heimasíðu heimsskrifstofunnar.