Services

Lands- og svæðisþjónusta

Deildarfulltrúar sækja Landsþjónustu-  og Svæðisnefndarfundi. Þeir eru fulltrúar sinna heimadeilda og ljá samvisku sinna deilda rödd á fyrrnefndum fundum. Fundirnir eru haldnir 4 sinnum á ári.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa sig til um starf innan Sjúkrahús og stofnana. Markmiðið er að setja inn upplýsingar um fleiri þjónustur sem NA félagar geta tekið að sér í fyrir hönd NA samtakanna. Öll þjónusta innan samtakanna er unnið með frumtilgang samtakanna í huga sem er að flytja fíklinum sem enn þjáist boðskapinn um bata frá virkri fíkn.

Sjúkrahús og stofnanir

Þeir sem vilja gefa áfram lausnina sem leysti þá úr viðjum fíknarinnar þá er góð byrjun að fara inn á sjúkrahús eða stofnun sem 3. aðili. Skráðu þig endilega á SOS listann hér. Ekki er gerðar kröfur um hreinan tíma til þess að skrá sig á þann lista*.

*Stofnanir gera mismunandi kröfur um hvað fíklar þurfa að hafa verið hreinir af fíkniefnum lengi. SOS fundir eru haldnir reglulega í risi Gula hússins, Tjarnargötu 20, fyrir þá sem vilja sækja um að fara með fundi á sjúkrahús eða stofnun. Fundirnir eru auglýstir á heimasíðunni.