LANDSÞJÓNUSTUFUNDUR LAUGARDAGINN 7. SEPT KL 16:00

Það er komið að Landsþjónustufundi sem haldinn verður í risi Gula Hússins(Tjarnargata 20) þann 7. september kl 16:00.

Landsþjónusta NA samtakana á Íslandi er regnhlífin sem tengir allar NA deildirnar saman og sér um þau málefni sem NA deildirnar sjá ekki um. Landsþjónustufundir eru haldnir 4x á ári. Öll eru velkomin, hvort sem það sé til að sækjast eftir þjónustu innan landsþjónustu eða bara til að svala forvitni. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á na@nai.is, smella HÉR eða bara kíkja á okkur.

Lausar þjónustur eru:

-Varaformaður Landsþjónustu

-Formaður SOS

-AT nefnd/verkefni