Landsþjónustufundur 23.nóv 2024

Komið er að næsta landsþjónustufundi sem verður líkt og vanalega í risi Gula Hússins. Fundurinn byrjar kl 16:00, þann 23. nóvember, og eru öll velkomin. Það sem fer fram á landsþjónustufundum eru umræður um ýmis málefni er varða NA samtökin í heild sinni. Landsþjónustufundur er tilvalinn staður til að komast að því hve stórt NA samfélagið er um heim allan og hve mörgu þarf að huga að til að halda þeim gangandi.

Í landsþjónustu eru hinar ýmsu undirnefndir sem sjá um málefni er þau varða og einnig er hægt að kynna sér þær á landsþjónustufundinum þar sem formenn þeirra verða.

Alls konar þjónustur eru lausar innan landsþjónustu:

Einnig er laust í alls konar sérhæfð verkefni tengd skemmtinefnd og almannatengslum, td. að skipuleggja páskabingó fyrir næsta ár, grillveislur og ýmsa viðburði.

Ef einhverjar spurningar vakna upp er hægt að senda email á na@nai.is eða jafnvel bara mæta á fundinn sjálfann!