Um landsþjónustu og hlutverk deildarfulltrúa

Hvað er Landsþjónustunefndin?

Tilgangurinn með LÞN er að sameina Narcotics Anonymous (NA) félagsskapinn á Íslandi. Hún miðar að því að hlúa að vexti þjónustu sem NA veitir á landsvæðum og á landsvísu til þess að geta þjónað NA félögum og fíklinum sem enn þjáist eins vel og mögulegt er.
LÞN er vettvangur fyrir umræður þar sem deildarfulltrúar geta tekið þátt í umræðum og haft áhrif á störf undirnefnda LÞN. Deildarfulltrúa eru, eins og nafnið gefur til kynna, fulltrúar frá mismunandi deildum á Íslandi. Þeir geta einnig átt samskipti við félagsskap NA í Evrópu og á alþjóðavísu í gegnum Landsfulltrúa.
Deildarfulltrúar eru mikilvægustu þátttakendur í LÞN. Þeir eru fulltrúar NA félaganna í sínum deildum. Þeir deila af reynslu sinni til þess að finna lausnir á algengum vandamálum. Deildarfulltrúar gefa skýrslu um störf undirnefnda LÞN til samvisku sinna deilda . Undirnefndir LÞN og stýrinefnd LÞN fara eftir leiðsögn deildarfulltrúanna.

Hverjir eru í Landsþjónustunefndinni?

Í meginatriðum samanstendur LÞN af 3 hópum:
  • Deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar (frá öllum deildum á Íslandi)
  • Formenn undirnefnda LÞN
  • Stýrinefnd LÞN
Hins vegar má hvaða NA félagi sem er sækja fundi LÞN sem áhorfandi og má taka þátt í umræðum (en má ekki kjósa).
Formenn undirnefnda LÞN og stýrinefnd þurfa að sækja fund LÞN, það er hluti af þeirra skildum.
Deildarfulltrúar kjósa árlega stýrinefnd LÞN. Deildarfulltrúar kjósa auk þess formenn, varaformenn og gjaldkera undirnefnda LÞN og sérverkefnanefnda.

Hvert er hlutverk Deildarfulltrúa?

Deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar eru fulltrúar sinna deilda. Þeir tala fyrir hönd meðlima deildarinnar. Þeir taka þátt með því að koma með tillögur, taka þátt í umræðum og að kjósa um forgangsmál LÞN og undirnefnda LÞN. Deildarfulltrúar íhuga vandlega hvernig auðlindum (hvort tveggja peningum og mannauði) skuli beint til ákveðinna þjónustuumráða. Eitt af mikilvægustu þáttum þjónustunnar er að fara með upplýsingar til deilda frá landsþjónustu, og þannig halda NA félögum upplýstum um breytingar á samtökunum og fréttir af málum er varða þjónustur. Mælt er með að deildarfulltrúar taki glósur á landsþjónustu og hafi meðferðis útprentaða fundargerð á samviskufundi.
Deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar eru kjörnir af samviskum deilda. Forgangsmál þeirra er að starfa í þágu heildarinnar með því að “setja grundvallarreglur ofar eigin hagsmunum”. Það er vænst af þeim að þeir láti í ljós skoðun samvisku deildarinnar og þannig myndað tengingu LÞN við vilja kærleiksríks Guðs.
Deildarfulltrúar mega þjóna í undirnefndum LÞN. Hins vegar er ekki ráðlagt að þeir þjóni í stöðu formanns eða varaformanns.
Varadeildarfulltrúi ætti einnig að sækja LÞN. Varadeildarfulltrúar lærir hlutverk deildarfulltrúa og getur leyst hann af þegar þess þarf. Deildarfulltrúi ætti að sponsa varadeildarfulltrúa inn í hlutverkið og ætti að kenna varadeildarfulltrúanum hvernig á, til dæmis, að skrifa rafræna og skriflega skýrslu fyrir LÞN fund.
ATH: EF BÆÐI DEILDAR- OG VARADEILDARFULLTRÚI MÆTA Á LÞN, GETUR AÐEINS DEILDARFULLTRÚINN KOSIÐ.
Eitt af mikilvægustu þáttum í hlutverki deildarfulltrúa er að undirbúa, rafræna, útprentaða og munnlega skýrslu fyrir hvern LÞN fund. Þessa skýrslu á að skila á innraneti í gegnum þar til gert form. Sjá form hér.