Blog

SOS fundur 23.okt 2021

Annar SOS fundur verður haldinn kl 16:00, laugardaginn 23. október í risinu í Gula húsinu.

Rætt verður um fundina sem NA samtökin halda inni á Vogi og ákvörðun tekin um framtíð þeirra.

Hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér SOS nánar eða vilja fara með fund inná stofnun að mæta.

SOS fundur

SOS fundur verður haldinn laugardaginn 18. september á Zoom kl. 16:00

Zoom linkur: 215 002 4232

Password: 1953

Framtíð SOS verður til umræðu og mönnun funda. Hvetjum alla til að mæta og kynna sér störf SOS.

Fundir a aðfangadag og gamlársdag verða a eftirfarandi tímum.

24 des : kl 16
31 des: kl 13 og svo aftur kl 1 um nóttina.

Allir þrír fundirnir verða á netinu, hægt er að smella hér til að tengjast

Meðlimakönnun NA 2020

Almannatengslanefnd (AT) og Landsþjónusta NA er að afla upplýsinga um félaga sem sækja NA fundi til þess að átta sig betur á stöðu samtakanna og geta betur gert áætlanir um kynningar- og hjálparstarf sitt á næstunni. Það er gríðarlega mikilvægt að kynningarstarf sé eflt á þessu makalausu tímum.
Til þess að ná þessu fram hefur AT sett saman könnun þar sem algjörrar nafnleyndar er heitið. Könnunin snýr að helstu bakgrunnsupplýsingum félaga ásamt tíma hrein af fíkniefnum o.s.frv. Það tekur aðeins 2 mínútur að svara könnuninni. 
Með því að taka þátt eru NA félagar að leggja sitt á mörkum við að gera starf AT og Landsþjónstu NA skilvirkara og markvissara.

Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar í kynningarefni sem verður gert aðgengilegt á næstu vikum á heimasíðu NA á Íslandi.
Hlekkur til að svara könnun: https://nai.is/medlimakonnun

Yfirlýsing vegna fjarfunda

Eins og alþjóð veit þá eru ýmsar hræringar í gangi tengt Covid-19 og tilheyrandi samkomubanni sem tók gildi 16. mars 2020.

Deildir og fundarstaðir hafa tekið höndum saman til að hjálpast að í gegnum þessa fordæmalausu tíma.
Sem liður í þeirri vinnu hefur Landsþjónusta NA samtakanna ákveðið að hjálpa deildum að halda uppi starfinu í gegnum fjarfundi. Lausnin sem við mælum með heitir Google Meet (áður þekkt sem Hangouts) og er einföld í virkni.

Ferlið er sáraeinfalt, ef deildin þín hefur áhuga á því að bjóða upp á fjarfundi þá bætir vefstjóri hlekk við fundinn ykkar á fundarskránni á nai.is og aðstoðar við að koma þessu upp. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundi smella svo einfaldlega á hlekk viðeigandi fundar til að tengjast. 

Hér er hlekkur á Hangouts Meet forritið fyrir iPhone – https://apple.co/2U71jAC

Hér er hlekkur á Hangouts Meet forritið fyrir Android – https://bit.ly/2Ji4RtH

Deildir geta haft samband við annaðhvort vefstjóra (vefstjori@nai.is) eða vara landsfulltrúa (varalandsfulltrui@nai.is) ef þær lenda í vandræðum með þetta.

Varðandi COVID-19 og NA

Heimsskrifstofu NA-samtakanna hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi kórónuveirunnar (COVID-19) og þykir Landsþjónustunefnd NA rétt að benda á heilbrigðisráðstafanir almennings. 

Íslensk stjórnvöld hafa sett á samkomubann frá og með mánudeginum 15. mars sem gæti haft áhrif á NA fundi. Það þýðir að samkvæmt lögum er óheimilt fyrir fleiri en 100 manns að koma saman í einu. Þá hefur heilbrigðisráðherra mælst til þess að þar sem fólk kemur saman sé a.m.k. tveggja metra bil á milli fólks.

Stjórnvöld hafa beint þeim tilmælum til almennings að gæta sérstaklega að hreinlæti, þvo sér oft og vel um hendur, hnerra og hósta í einnota þurrku eða olnbogabót og nota sótthreinsandi klúta eða efni. Þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að forðast handabönd og faðmlög. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta vel að smitvörnum á þeim stöðum þar sem fólk kemur saman, s.s. aðgangi að vatni, sápu og einnota þurrkum. Gott er að þrífa borð og snertifleti með sótthreinsandi efnum. Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að vera ekki í mikilli nálægð við aðra.

Landlæknisembættið og Almannavarnir Ríkislögreglustjóra hafa sett upp vefsíðuna http://www.covid.is þar sem má nálgast frekari upplýsingar um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. 

Þó svo það sé ekki í okkar hlutverki að taka afstöðu til heilbrigðismála, þá hvetjum við NA deildir til þess að ræða þær aðstæður sem þær standa frammi fyrir og þá möguleika sem eru í boði til að skapa öruggt umhverfi fyrir fundargesti. Deildir gætu hugað að ýmsu, t.d. hvort þær vilji biðja fundargesti um að hverfa frá einhverjum hefðum sem tíðkast á NA fundum. Faðmlög og handabönd eru dæmi um slíkar hefðir, sem og að bjóða upp á veitingar og að “mynda hring” í lok fundar.

Sumar NA deildir eru að ræða viðbragðsáætlanir ef ske kynni að félagar innan þeirra gætu ekki hist í eigin persónu um tíma. Hugmyndir sem hafa verið á lofti eru m.a. fjarskiptafundir í gegnum síma eða tölvu. Þetta eru samt bara nokkrar uppástungur. Við treystum hverri NA deild fyrir sig að ákveða hvað er fundum þeirra fyrir bestu. Jafnframt hvetjum við félaga til að sýna ábyrgð og fylgja lögum í landinu.

Við vonumst til að NA deildir og félagar innan þeirra geti haldið áfram að veita hvoru öðru stuðning í gegnum þá stöðu sem við erum nú í. Landsþjónustunefnd NA mun fylgjast með stöðu mála í okkar samfélagi og gefa út frekari tilkynningar hér á síðunni ef þörf er á. Komi upp spurningar þá bendum við á netfangið na@nai.is. Við vonum að þessar upplýsingar komi að gagni og óskum ykkur góðs gengis. 

Bréf frá Heimsþjónustu NA samtakanna má lesa í heild sinni á slóðinni: https://www.na.org/admin/include/spaw2/uploads/pdf/Coronavirus_web_message_12Mar.pdf (NA World Services Announcement regarding Coronavirus in English)

Keflavíkurdeildin snýr aftur

Gleðifréttir voru fyrir NA félagsskapinn á suðurnesjum þann 8. ágúst sl. þegar Keflavíkur deildin svokallaða snéri aftur eftir um fimm ára hlé.

Fyrsti fundurinn var vel setinn traustum félögum og verður héðan í frá á föstudögum klukkan 20:00 í „12 spora húsinu“ að Klapparstíg 7, 230 Reykjanesbær.

Húsið opnar 19:30 fyrir þá sem vilja næla sér í gott sæti og kynnast fólkinu betur.

Það er mikil gleði að sjá þessa góðu deild rísa aftur og tryggja það að NA boðskapurinn sé aðgengilegri fyrir fólkið á Reykjanesinu.