Þá er komið að því sem við höfum beðið eftir!
NA samtökin á Íslandi fagna 40 ára afmæli sínu dagana 11.-13. nóvember. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða með því að smella HÉR.
ATH að aðeins er takmarkað magn miða yrir matinn.
Láttu sjá þig og fögnum þessum stóra áfanga saman!
Dagskrá ráðstefnunnar
11.-13. nóvember
Aðeins kostar inn á dagskráliði laugardagsins sem haldnir eru í Von
Speakerfundur:
Við störtum gleðinni hjá Nýliðadeild NA. Sigrún P. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.
Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Föstudaginn 11. nóvember
Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.
Workshop & Speak:
Simon frá UK skólar okkur í NA fræðum á workshoppum. Inga H. & Bjarki deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum…eins og þeim einum er lagið!
Hvenær: 11:00-16:30, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
Matur:
Ekta sunnudagsmatur. Lambakjöt & með því. Vegan fá að sjálfsögðu líka sitt. Afmæliskaka og kaffi.
Hvenær: 18:00-20:00, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
ATH. Takmarkað sætapláss í matinn.
Skemmtun:
Tónlist, DJ & Edrúdjamm.
Hvenær: 21:00, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
Samvera:
Það koma nokkrir erlendir NA félagar á ráðstefnuna. Tilvalið er að taka sunnudaginn í samveru með þeim…eða bara öðrum NA félögum. Engin formlegheit. Bara sprell. Sund og léttur kvöldverður saman.
Hvenær: Sunnudaginn 13. nóvember fyrir speakerfundinn í Gula.
Hvar: Bara hvar sem er
Speakerfundur:
Við lokum ráðstefnunni í kósýheitum hjá Sunnudagsdeild. NA félagi deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.
Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Sunnudaginn 13. nóvember
Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.