Description
Dagskrá ráðstefnunnar
11.-13. nóvember
Aðeins kostar inn á dagskráliði laugardagsins sem haldnir eru í Von
Speakerfundur:
Við störtum gleðinni hjá Nýliðadeild NA. Sigrún P. deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.
Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Föstudaginn 11. nóvember
Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.
Workshop & Speak:
Simon frá UK skólar okkur í NA fræðum á workshoppum. Inga H. & Bjarki deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum…eins og þeim einum er lagið!
Hvenær: 11:00-16:30, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
Matur:
Ekta sunnudagsmatur. Lambakjöt & með því. Vegan fá að sjálfsögðu líka sitt. Afmæliskaka og kaffi.
Hvenær: 18:00-20:00, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
ATH. Takmarkað sætapláss í matinn.
Skemmtun:
Tónlist, DJ & Edrúdjamm.
Hvenær: 21:00, Laugardaginn 12. nóvember.
Hvar: Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti.
Samvera:
Það koma nokkrir erlendir NA félagar á ráðstefnuna. Tilvalið er að taka sunnudaginn í samveru með þeim…eða bara öðrum NA félögum. Engin formlegheit. Bara sprell. Sund og léttur kvöldverður saman.
Hvenær: Sunnudaginn 13. nóvember fyrir speakerfundinn í Gula.
Hvar: Bara hvar sem er 🙂
Speakerfundur:
Við lokum ráðstefnunni í kósýheitum hjá Sunnudagsdeild. NA félagi deilir með okkur NA boðskapnum áður en orðið er svo gefið laust.
Hvenær: 21:00-22:00, gott að mæta klst fyrir fund og mingla, Sunnudaginn 13. nóvember
Hvar: Upp í risi, Gula Húsinu.