Almannatengslanefnd (AT) og Landsþjónusta NA er að afla upplýsinga um félaga sem sækja NA fundi til þess að átta sig betur á stöðu samtakanna og geta betur gert áætlanir um kynningar- og hjálparstarf sitt á næstunni. Það er gríðarlega mikilvægt að kynningarstarf sé eflt á þessu makalausu tímum.
Til þess að ná þessu fram hefur AT sett saman könnun þar sem algjörrar nafnleyndar er heitið. Könnunin snýr að helstu bakgrunnsupplýsingum félaga ásamt tíma hrein af fíkniefnum o.s.frv. Það tekur aðeins 2 mínútur að svara könnuninni.
Með því að taka þátt eru NA félagar að leggja sitt á mörkum við að gera starf AT og Landsþjónstu NA skilvirkara og markvissara.
Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar í kynningarefni sem verður gert aðgengilegt á næstu vikum á heimasíðu NA á Íslandi.
Hlekkur til að svara könnun: http://nai.is/medlimakonnun