AT fundur 8. júlí kl. 17:00-Endurreisn almannatengslanefndar

Fundur nýskipaðs AT vinnuhóps verður þann 8. júlí næstkomandi kl 17:00 í Gula Húsinu og eru öll hvött til að mæta, hvort sem þau vilja fá þjónustu eða bara hafa áhrif á verkefni vinnuhópsins.

AT stendur fyrir almannnatengsl (e. public relations, PR). Tilgangur vinnuhópsins er að endurreisa AT nefnd. AT nefnd var sérstök undirnefnd svæðis/landsþjónustu sem sá m.a. um að kynna NA félagsskapinn fyrir starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu, nemendum menntaskóla og kynningu/dreifingu á NA lesefni/auglýsingum utan NA deilda, s.s. inn á meðferðarstofnanir, apótek og víðar.

Öll sem hafið áhuga á að bera út boðskapinn um bata og eru áhugasöm um kynningarmál og NA í samfélaginu eru sérstaklega hvött að taka þátt í þessu mikilvæga starfi.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við fikill@nai.is