Hjálp varðandi fjarfundi

Hjálp varðandi fjarfundi

Eins og alþjóð veit þá eru ýmsar hræringar í gangi tengt Covid-19 og tilheyrandi samkomubanni. Frá og með 23.02.20 þá takmarkast samkomufjöldi enn frekar. Lögum samkvæmt þá mega ekki fleiri en 20 manns koma saman í einu rými og öllum þjóðfélagsþegnum er gert að halda 2 metra fjarlægð á milli sín. NA-deildir og fundastaðir hafa tekið höndum saman til að hjálpast að í gegnum þessa fordæmalausu tíma og fylgja jafnframt settum lögum.

Margar NA deildir bjóða nú upp á fjaraðgang að fundum sínum. Sumar deildir munu halda áfram að hittast að hluta til og/eða bjóða upp á fjaraðgang fyrir þá sem halda sig heima. Hver og ein deild mun ákveða sitt eigið fyrirkomulag á meðan þessum faraldri stendur. Þess vegna er mikilvægt að skoða fundaskrá NA hér á vefsíðunni áður en haldið er á fund. Fleiri deildir gætu boðið upp á fjarfundi á næstunni og verður vefsíðan uppfærð reglulega. Fjarfundir eru merktir með (f) á vefsíðu NA.

Eins og áður eru allir velkomnir sem telja sig eiga við fíkniefnavandamál að stríða; Eina skilyrðið til inngöngu er löngunin til að hætta að nota. Það er sáraeinfalt að taka þátt í fjarfundi:

Skref 1 – Smelltu á „fundaskrá“ hér á vefsíðunni

Skref 2 – Veldu þann fund sem þú vilt taka þátt í. Deildir merktar (f) bjóða upp á fjarfund.

Skref 3 – Smelltu á hnappinn við hliðina á heyrnatólunum til að vera með.

Skref 1 – Smelltu á „fundaskrá“ hér á vefsíðunni

Skref 2 – Veldu þann fund sem þú vilt taka þátt í. Deildir merktar (f) bjóða upp á fjarfund.

Skref 3 – Smelltu á hnappinn við hliðina á heyrnatólunum til að vera með.